Um dáleiðslu

Dáleiðsla

Dáleiðsla er þægilegt og slakandi ástand sem allir hafa upplifað.  Dáleiðslu er best lýst sem breyttu vitundarástandi.  Það er, það er hægt að vera vakandi, sofandi og í dáleiðsluástandi.  Dáleiðsla er sama hugarástand og við förum í þegar við förum í slökun eða hugleiðslu.  Það fara allir í gegnum þetta hugarástand rétt áður en þeir sofna og strax eftir að þeir vakna á morgnana.  Það sama á við um að.  Það er mismunandi hvernig fólk upplifir dáleiðsluástand, sumir upplifa sig létta eða þunga meðan öðrum finnst eins og þeir límist fastir eða upplifa alls ekki neitt þó þeir hafi losnað við lofthræðsluna eða hvað það var sem þeir vildu breyta í sínu fari.

 

Dáleiðsla virkar fyrir …

Dáleiðsla virkar fyrir allt sem er huglægt.  Ef vandamálið sem á að vinna með er huglægt þá er dáleiðsla aðferð sem hægt er að beita til að ná árangri.  Ef um er að ræða líkamlegar birtingarmyndir andlegrar vanlíðanar þá virkar dáleiðsla á það.  Dáleiðsla virkar ekki á líkamlega hluti (t.d. fótbrot) en getur verið góð aðferð til að aðstoða við að ná bata eftir á.

Hér er listi yfir ýmislegt sem dáleiðsla hefur verið notuð við og virkar vel, þessi listi er ekki tæmandi og hefur ekki annað gildi en að gefa hugmyndir um það sem hægt er að gera.

[Vantar lista]

 

Hvað er dáleiðsla

Öll dáleiðsla er sjálfsdáleiðsla [tengill á myndband].  [Vantar myndband]

 

Hvað er dáleiðsla ekki

Dáleiðsla er ekki aðferð til að stjórna öðrum og dáleiðslu er ekki hægt að nota til að láta fólk gera eitthvað sem það vill ekki gera.

 

Algengar spurningar og svör

 

Geta allir dáleiðst?

Já, það geta allir dáleiðst. Því öll dáleiðsla er sjálfsdáleiðsla og dáleiðsla er ástand sem við förum öll í gegnum á hverjum degi rétt áður en við sofnum og rétt eftir að við vöknum á morgnana, áður en við erum fullkomlega vöknuð.

 

Er hægt að festast í dáleiðslu?

Nei, það er ekki hægt að festast í dáleiðslu. Það er hins vegar skemmtileg hugmynd fyrir bíómyndir og hefur því oft verið notað þannig. En þar sem þú getur hjálparlaust vaknað á morgnana þ.e. komist úr svefn-ástandi í vöku-ástand og með því farið í gegnum dáleiðslu-ástand geturðu alltaf vakið þig upp úr dáleiðslu-ástandi.

 

Mun ég ljóstra upp leyndarmálum í dáleiðslu?

Nei, ekki frekar en í vöku. Þar sem öl dáleiðsla er sjálfsdáleiðsla hefurðu alltaf stjórn á því sem þú segir eða gerir og það sem þú myndir aldrei segja eða gera í vöku gerirðu ekki heldur í dáleiðslu.

 

Misssi ég stjórn í dáleiðslu?

Nei, þú hefur alltaf fulla stjórn og getur hvenær sem er staðið upp og gengið út. Öll dáleiðsla er sjálfsdáleiðsla og meðan þú velur að fylgja leiðbeiningum dáleiðarans getur þú upplifað dáleiðsluástand.

 

Man ég allt sem gerist?

Já, í hver skipti sem dáleiðarinn segir eitthvað geturðu valið að fylgja því eða ekki. Til dæmis í flughræðsludáleiðslu gæti dáleiðarinn sagt eitthvað á þessa leið: „Þú finnur hvernig í hvert skipti sem þú spennir á þig beltið í flugvél finnurðu öryggistilfinningu leika um líkamann.“ Velji dáleiðsluþegi að fylgja þessari setningu mun honum að öllu líkindum líða vel eftir að hafa spennt á sig beliti í flugvél. Á sama hátt getur dáleiðsluþegi leyft sér að gleyma því sem dáleiðari segir ef hann segir: „ … og þú getur leyft þér að gleyma þessu og farið einnþá dýpra og látið allar hugsanir fljóta í burtu og finna hvað það er auðvelt að sofna út frá þeim.“ Ef dáleiðsluþegi ákveður að fylgja þessari setningu eru líkur á að han muni ekki eftir því sem á undan var sagt annars ekki.

 

Ég hef séð fólk í dáleiðslusýningum hoppa eins og hænur, er hætta á að ég geri það?

Nei, það er ekkert gaman að sitja einn með einhverjum og sjá hann „hoppa eins og hænu“. Öll dáleiðsla er sjálfsdáleiðsla og á dáleiðslusýningum eru þeir uppi á sviði sem eru til í að „hoppa eins og hænur“ á meðan hinir sitja út í sal.

 

Ég hef áður farið í dáleiðslu og það gerðist ekki neitt! Get ég dáleiðst?

Já, öll dáleiðsla er sjálfsdáleiðsla. Ef þú getur sofnað á kvöldin, geturðu farið í dáleiðslu. Ástæður þess að þú fórst ekki í dáleiðslu-ástand geta verið ýmsar, til dæmis:

  • Þú treystir ekki dáleiðaranum, varst hræddur eða með varann á þér.
  • Þú varst illa fyrir kallaður.
  • Drukkinn, áfengi slævir alla hugsun lík dáleiðslu.
  • Þú varst ekki tilbúinn að fara í dáleiðslu af einhverjum öðrum ástæðum.

 

Ég hef áður farið í dáleiðslu áður og það gekk mjög vel!
Mun það ganga til baka ef ég kem vegna einhvers annars?

Nei, það hefur engin áhrif. Ekki frekar en að það skiptir engu máli þegar þú ferð til læknis vegna fótbrots hvort þú hafir handleggsbrotnað áður.